Fjölæringur, mikið greinóttur og dálítið dúnhærður, allt að 50 sm hár, leggir trékenndir við grunninn, laufóttir. Grunnlauf með legg, handskipt, smálauf 5, sjaldan 7, allt að 2,5 sm, stilklauf legglaus eða því sem næst, smálauf 3, 5 eða 7, öfughjartalaga, baksveigð, djúptennt, græn og hárlaus ofan en hvíthærð neðan. Blóm 12 mm í þvermál, endastæð, í laufóttum kvíslskúf. Bikarblöð egglaga, lítið eitt lengri en stoðblöðin. Krónublöðin brennisteinsgul, öfugegglaga, grunnsýld, jafn löng og bikarblöðin.
Uppruni
Evrópa, Litla Asía, Síbería.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning eða skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, steinhæðir.
Reynsla
Ein planta sem sáð var 1996 er til, og önnur frá 2010, báðar þrífast vel.