Blómstönglar jarðlægir, allt að 80 sm langir. Lauf allt að 10-20 sm löng, í hvirfingu, fjöðruð, smálauf allt að 25, allt að 5 sm löng, aflöng til egglaga, snubbótt, jaðrar djúpsagtenntir, græn ofan, silfur-silkihærð neðan. Blómin allt að 2,5 sm í þvermál, stök, axlastæð, utanbikarblöð oftast lengri en bikarblöðin, þríhyrnd-lensulaga. Bikarblöð egglaga eða breiðoddbaugótt, helmingi styttri en krónublöðin. Krónublöðin allt að 1 sm löng, gul. Smáhnetur margar, ytri hliðin rákótt.
Uppruni
N Bandaríkin, Evrópa, Asía.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning, með hliðarrenglum.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í steintröppur, í hellulagnir.