Harðgerður fjölæringur, allt að 30 sm hár og 30 sm breiður. Leggirnir trjákenndir neðantil þaktir leifum af visnum axlablöðum. Grunnlauf handskipt og með langan legg, smálauf 5-7, mjó-öfugegglaga eða aflöng, hárlaus og djúpgræn ofan, hvít-silkihærð á neðra borði. oddur dálítið tenntur. Axlablöð ydd. bandlensulaga. Stilklaut með færri smálauf. Blómin skál- eða bollalaga, mörg, allt að 4 sm breið í þéttum hálfsveip, stoðblöð bandlaga, bikarblöð lensulaga, krónublöð hvít, öfugegglaga, sýld, tvöfalt lengri en bikarblöðin.
Uppruni
Pyreneafjöll.
Harka
6
Heimildir
1, http://www.perhillplants.co.uk
Fjölgun
Auðræktuð. Sáning eða skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til in planta, sem sáð var til 1979, þrífst vel.