Potentilla

Ættkvísl
Potentilla
Yrki form
Etna
Íslenskt nafn
Rósamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla x hybrida 'Etna'
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Mjög djúprauður
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
45-55 sm
Vaxtarlag
Þýfður, laufríkur fjölæringur.
Lýsing
Fjölæringur, 45-55 sm hár og 60 sm breiður með djúpgrænt-grágrænt lauf, sem minnir á lauf jarðarberjaplantna. Blómin eru einföld, mjög djúprauð, skállaga til bollalaga, með 5 krónublöð. Þetta er það muruyrki sem er með dekkstu blómin.Auðræktuð.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
35, http://www.chipchaseplants.co.uk, http://www.perhillplants,co,uk
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Í beð, steinhæðir.
Reynsla
Þrífst ágætlega hér á landi. Er ekki í Lystigarðinum