Potentilla

Ættkvísl
Potentilla
Yrki form
Volcan
Íslenskt nafn
Rósamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Potentilla × hybrida Volcan
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skarlatsrauð með gula miðju.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
- 50 sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur.
Lýsing
Fjölæringur, 30-60 sm hár og 45-60 sm breiður. Laufin djúpgræn, lík laufum jarðarberjaplöntu. Blómin bollalaga, skarlatsrauð með gula miðju.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
35, http://www.perennials.com, http://www.prime-perennials.co.uk, http://www.chipchaseplants.co.uk
Fjölgun
Skipting snemma vors eða að haustinu.
Notkun/nytjar
Falleg í beðkanta, t.d. innan um eða framan við skrautgrös. Hægt að nota í ker eða upphækkuð beð með öðrum gróðri. Auðræktaður, langlífur fjölæringur. Það má klippa plöntuna niður að blómgun lokinni svo að hún myndi nýtt lauf.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Harðgerð hérlendis.