Fjölæringur sem er 40-45 sm hár og 46-60 sm breiður. Laufin minna á jarðarberjalauf. Skrautleg vegna litahringja sinna, blómin á Melton Fire' eru blóðrauð og svört. Hitaþolið fjölært yrki sem myndar þúfu af ljósgrænum laufum, sljótennt. Að sumrinu bera gisgreinóttir, rauðleitir stilkar blóm með 5 krónublöð. Blómin eru laxableik með rjómalit og blóðrauða hringi utan um miðju sem er svört með smáa, hvíta fræfla.
Skipting. Getur sáð sér.- - Það þarf lítið að hafa fyrir murum, þola þurrk. Skipt snemma vors eða snemma hausts. Þolir hvaða jarðveg sem er svo fremið að hann sé vel framræstur. Hægt að skipta á 3 ára fresti.
Notkun/nytjar
Í beð, steinhæðir, kata.Fer vel plöntum með silfurlituð lauf svo sem Stachys, Alchemilla og Artemisia.Hægt að nota í ker. Saltþolin.Melton Fire er ræktuð á sólríkum stað eða í hálfskugga og raka, en jarðvegurinn þarf að vera vel framræstur svo að ræktunarárangurinn verði sem bestur. Þar sem plantan þolir hita og þurran jarðveg er yrkið líka hentugt í steinhæðir eða meðfram gangstéttum þar sem steinarnir hita upp jarðveginn í kringum sig. Forðist blauta og raka staði. Það er stórkostlegt að sjá þessi skær-laxbleiku blóm þegar plönturnar eru gróðursetta margar saman í stóru beði og þekja jarðveginn þar. Þetta yrki er talið eitt besta yrkið af fjölærri muru sem til er.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2002, harðgerð, þrífst vel.