Sjá hjá aðaltegund. --- "Hringur": Karltré, laufin eru nokkuð stór og nær alveg kringlótt og heilrend, er beinvaxinn og er með fremur kröftugar greinar. Krónan er regluleg keila í laginu, laufin eru áberandi og nokkuð auðþekkt.
Uppruni
Klón.
Harka
5
Heimildir
1, J. Árnason 1992: Athuganir á klónum Alaskaaspar á Akureyri.
Fjölgun
Sumar- eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skjólbelti, í þyrpingar, stakstæð í stóra garða.
Reynsla
Hringur er í allmörgum görðum á Akureyri og einna harðgerðust alaskaaspa þar um slóðir.