Tré sem getur orðið allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum. Ungar greinar gulbrúnar, sívalar, hærðar ofan við liðina. Brum ydd, brún með ilmandi kvoðu.
Lýsing
Lauf 5-12 sm, aflöng-oddbauótt, stuttydd, snögg-odddregin, oft snúin í oddinn, leðurkennd, þykk, bogtennt, mjög fölgræn og hærð neðan, grunn- hjartalaga við grunninn. Laufleggir 1-4 sm. Karlreklar 5-1m sm, reklar með fræi 18-25 sm langir.
Uppruni
NV Kína, N Japan, Kórea, A Síbería.
Harka
3
Heimildir
1, 10
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstætt tré, stóra garða.
Reynsla
Hefur reynst nokkuð vel hérlendis og var ræktuð nokkuð hér áður og fyrr en minna eftir því sem leið á 20 öldina. Er til í nokkrum görðum á Akureyri.