Tré sem nær allt að 30 m hæð, greinar uppsveigðar, myndar rótarskot við grunninn. Ungar greinar hárlausar. Brum allt að 2,5 sm, lang-odddregin, þétt þakin ilmandi, límkenndri trjákvoðu.
Lýsing
Lauf hálf-leðurkennd, bogtennt, hárlaus, jaðrar með kögur, áberandi netæðótt. Karlreklar 5-7,5 sm, kvenreklar 12-14 sm. Aldin tvíhóla.
Uppruni
N Bandaríkin, Kanada, Rússland.
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir, sem stakstæð tré.
Reynsla
Meðalharðgerð, rótarskot geta verið til vandræða í litlum görðum.Ekki í til Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
v. balsamifera. Ungar greinar alltaf sívalar, brum glansandi, gul. Lauf 7-12 sm, egglaga til egglensulaga, ydd, grunnur bogadreginn eða breiðfleyglaga, dökk, glansandi græn ofan, hvít eða föl græn neðan, laufleggir 3-5 sm, sívalir.