Tré sem getur orðið allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum en oftast lægra. Krónan er breið, börkur sléttur, grár, tréð myndar rótarskot. Ungir sprotar og grunnur bruma þétt dúnhærður, brum 5 mm, egglaga.
Lýsing
Lauf 6-12 sm, egglaga, grunnur næstum hjartalaga, á langsprotum eru blöðin með 3-5 sepum og gróftennt en á dvergsprotum eru blöðin sagtennt og yfirleitt egglaga til aflöng, dökk græn, gljáandi og hárlaus á efra orði, en þétt hvít ullhærð á neðra borði, (gráullhærð á dvergsprotum). Blaðstilkar 1,2-3,7 sm, hálfsívöl. Karlreklar 4-7 sm, fræflar 5-10, frjóhnappar purpuralitir. Kvenreklar 8-10 sm, aldin tvíhólfa.
Uppruni
S, M & A Evrópa, N Afríka til M Asía.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, rótargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré, í þyrpingar.
Reynsla
Fremur fáséð í ræktun hérlendis en eitt og eitt tré til á stangli. Kelur nokkuð í uppeldi en minna með árunum.var. pyramidalis Krónan mjó-súlulaga eða turnlaga.var. alba Krónan breið, börkur hvítur, lauf dverggreina hvít-lóhærð neðan.var. bachofenii Krónan breið, börkur grár eða blágrár, lauf dverggreina næstum hárlaus neðan.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis sem ekki hafa verið reynd hérlendis svo vitað sé t. d. 'Globosa', 'Nivea', 'Pyramidalis', 'Raket' og fleiri.Populus alba var. subintegerrima Lange er með silkihærð, næstum heilrend blöð. (= 1)