Jarðstönglar sverir, viðarkenndir. Blaðstilkar allt að 12 sm, þétt þaktir breiðu, föl appelsínhubrúnu hreistri.
Lýsing
Burknablöðin 30-120 x 10-25 sm, oft jarðlæg, lensulaga, tvífjaðurskipt, oftast ekki langæ, mjúk, smálauf allt að 11 x 2,5 sm, allt að 40 á hvorri hlið, fjöðruð, smálaufin sagtennt, ekki legghlaupin, með greinilegan legg. Blöðkustilkurinn með æxlikorn á mótum smálaufs og stilksins.