Jarðstönglar stuttir, uppréttir eða uppsveigðir, blaðstilkar mjög stuttir eða þá vantar næstum alveg.
Lýsing
Burknablöðin 20-40 x 3-7 sm, band-lensulaga, fjöðruð, mjókka til beggja enda, langæ, stinn, leðurkennd. Smáblöðin 25-40 á hvorri hlið, standa 90° út frá blöðkustilknum, lensulaga, skarast stöku sinnum, dálítið sveigð, eyrð á efra borði við grunninn, jaðar sagtenntur, langydd, dökkgræn og hárlaus ofan, hreistrug neðan, með mjög stuttan legg. Blöðkustilkurinn með þétt, skammæ hreistur.
Uppruni
Evrópa (líka á Íslandi).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáninga gróa.
Notkun/nytjar
Í burknabeð, í stórar steinhæðir, þarf vetrarskýli.
Reynsla
Oft erfiður í ræktun þar sem hann er vanur miklu snjóskýli á vaxtarstöðum sínum. Íslenskar plöntur hafa lifað lengi í Lystigarðinum.