Burknablöðin 40-80 x 8-20 sm, í þéttri hvirfingu, mjó lensulaga-aflöng til lensulaga-oddbaugótt, hálf-tvífjöðruð, langydd, smáblöðin fjölmörg, dálítið uppsveigð, mjó-skakktígullaga, hálffjöðruð við grunninn, neðstu fliparnir stærri en hinir, fliparnir ósamhverfir, oddbaugóttir, meira eða minna samvaxnir, legghlaupnir, grófsagtenntir, blöðkustilkurinn greiptur, flókahærður.