Fjölær jurt, allt að 100 sm há, jarðstönglar stuttir, skriðulir, stönglar hárlausir eða með aðlæg eða útstæð hár. Lauf 3-8 x 1-3 sm, egglaga til lensulaga, hvassydd, hærð. Axlablöð fölbrún, visna fljótt.
Lýsing
Blómin í strjálblóma skúf, hvít, blómhlífarflipar 2-3 mm, egglaga-aflangir. Aldin 4-5 mm, fölbrún, ná fram úr blómhlífinni.
Uppruni
Alpafjöll, SV Asía.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1992 0g gróðursett í beð 1993, þrífst vel.