Polygonum affine

Ættkvísl
Polygonum
Nafn
affine
Yrki form
'Superbum'
Íslenskt nafn
Breiðusúra
Ætt
Súruætt (Polygonaceae).
Lífsform
Hálfrunni, fjölær.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Fölbleikur, verður fagurrauður.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
-25 sm
Vaxtarlag
Sjá aðaltegund, nema vöxturinn er kröftugur, laufin fagurbrún að haustinu.
Lýsing
Sjá aðaltegund, nema blómin eru bleik en verða fagurrauð með aldrinum, bikar rauður.
Uppruni
Yrki.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í þekju, í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel.