Hálfrunni, 10-15 sm hár. Jarðstönglar láréttir, trékenndir. Greinar í þéttum brúsk, sívalar, jurtkenndar, hárlausar. Grunnlauf með stuttan legg, laufblaðkan grágræn neðan, græn ofan, öfuglensulaga eða lensulaga, 5-10 x 1-1,8 sm, hálf-leðurkennd, hárlaus bæði ofan og neðan. miðtaugin stór, grunnur mjó-fleyglaga, jaðar niðurorpinn, hvassydd. Stöngullauf næstum legglaus, minni, himnupípa brún, pípulaga, um 1 sm, himnukennd, strengir margir, hárlausir, skakkydd, ekki kögruð, oftast tannflipótt.
Lýsing
Blómskipunin endastæð, axlaga, þétt, stór, 3-6 sm, 1-1,5 sm í þvermál, stoðblöð egglaga, himnukennd, blómleggir lengri en blómhlífin. Blómhlífin purpurarauð, 5-deild, blómhlífarblöð öfugegglaga, um 4 mm. Fræflar 8, frjóhnappar purpura. Stílar 3, samvaxnir neðst. Fræni hnúðlaga. Fræhnotir inni í langærri blómhlífinni, dökkbrún, glansandi, oddvala, þrístrend, um 3 mm, grunnur mjó-fleyglaga, hvassydd.
Uppruni
Himalaja.
Harka
3
Heimildir
= 1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=242339448, Flora of China
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í þekju, í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Meðalharðgerð planta - á það til að vera skammlíf í ræktun, góð til afskurðar og þurrkunar. Hefur verið til í Lystigarðinum um tíma, er ekki þar 2015. Myndirnar eru teknar erlendis.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun erlendis og einhver þeirra hérlendis.