Polygonatum multiflorum

Ættkvísl
Polygonatum
Nafn
multiflorum
Íslenskt nafn
Salómonsinnsigli
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
50-90 sm
Vaxtarlag
Stönglar allt að 90 sm, sívalir, bogsveigðir, hárlausir. Lauf5-15 sm, stakstæð, oddbaugótt-aflöng til egglaga, greipfætt, hárlaus neðan laufleggir mjög stuttir.
Lýsing
Blómin hvít, drúpandi, blómskipunarleggur ber 2-5 blóm, blómhlíf 9mm - 2 sm, samandregin um miðjuna með grænan odd. Fræflar festir nálægt pípugininu, frjóþræðir ögn smádúnhærðir.
Uppruni
Evrópa, Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, lítt reynd hérlendis (H.Sig.), skógarplanta, henta vel með burknum o.fl. í skuggsæl beð. Til hennar var sáð í Lystigarðinum 2003 og plantan gróðursett í beð 2005.