Polemonium viscosum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
viscosum
Íslenskt nafn
Klettastigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár-fjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-20(40) sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 20(-40) sm há, þétt kirtilhærð. Laufin eru allt að 15(-20) sm, flest grunnlauf, með stuttan legg, grunnur pappírskenndur, smálauf mörg, oftast 2-5 flipa næstum alveg að grunni, laufhlutar 1,5-6 x 3 mm.
Lýsing
Blómskipunin er þétt, skúfkennd-kolllaga. Bikar 7-12 mm, flipar mjóir, yddir. Krónan (1,3-)1,7-2,5(-3) sm, pípu-trektlaga til næstum trektlaga, blá til fjólublá, flipar styttri en krónupípan.
Uppruni
Kanada (Breska Kólumbía) til Bandaríkjanna (Arizona , Nýju Mexikó og Montana).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í beðkanta, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2010, er í sólreit 2015.