Polemonium van-bruntiae

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
van-bruntiae
Íslenskt nafn
Rjóðurstigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Samheiti
P. caeruleum L. ssp. van-bruntiae (Britt.) J.F.Davidson
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurablár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
30-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær, upprétt jurt sem vex upp frá láréttum jarðstönglum, nær allt að 100 sm hæð. Laufin eru úr 7-10 pör af lensulaga eða næstum egglaga smáblöðum.
Lýsing
Blómskipunin er hálfsveipur, blómin pururablá með gula miðju. Fræflar og stílar ná langt út úr bjöllulaga krónunni. Þessi tegund er lík jakobsstiga (P. caeruleum) og dvergastiga (P. reptans). Tegundin fjölgar sér bæði með fræjum og með jarðstönglum, myndar hnausa.
Uppruni
Kanada, NE Bandaríkin.
Harka
2
Heimildir
= 1, https://en.wikipedia.org/wiki/Polemonium-vanbruntiae
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1994.