P. caeruleum L. ssp. van-bruntiae (Britt.) J.F.Davidson
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurablár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
30-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær, upprétt jurt sem vex upp frá láréttum jarðstönglum, nær allt að 100 sm hæð. Laufin eru úr 7-10 pör af lensulaga eða næstum egglaga smáblöðum.
Lýsing
Blómskipunin er hálfsveipur, blómin pururablá með gula miðju. Fræflar og stílar ná langt út úr bjöllulaga krónunni. Þessi tegund er lík jakobsstiga (P. caeruleum) og dvergastiga (P. reptans). Tegundin fjölgar sér bæði með fræjum og með jarðstönglum, myndar hnausa.