Polemonium reptans

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
reptans
Íslenskt nafn
Dvergastigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
30-70 sm
Vaxtarlag
Upprétt eða útstæð fjölær jurt, 30-70 sm há, hárlaus, breiðist út með skríðandi jarðstönglum. Laufin fjöðruð, smálaufin 7-19, (næstum)legglaus, oddbaugótt, aflöng eða aflöng-lensulaga, broddydd eða hvassydd.
Lýsing
Blómskipunin lotin, blómleggur 5-10 mm. Bikar 5-10 mm, flipar þríhyrndir til þríhyrndir-egglaga. Krónan 1,5-2 sm í þvermál, blá, flipar fleyglaga eða spaðalaga. Aldin 5-6,5 mm, breiðoddbaugótt til egglaga-oddbaugótt.
Uppruni
A N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, sem þrífst vel. Falleg og mikið ræktuð tegund, oft ruglað saman við jakobsstiga þótt tegundirnar séu ekkert líkar.
Yrki og undirteg.
'Album' með hvít blóm. 'Blue Pearl' allt að 25 sm hár, blómin blá. 'Lambrook Manor' þúfumynduð, fjölær planta allt að 45 sm, blómin lillablá.