Polemonium pauciflorum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
pauciflorum
Íslenskt nafn
Pípustigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur, gulgrænn með purpura slikju.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 50 sm há. Lauf allt að 15 sm, aðallega á stönglinum, smálauf 11-25, allt að 25 x 6 mm, oddbaugótt eða lensulaga, blómskipunin kirtil-dúnhærð.
Lýsing
Blómskipunin á greinum efst, 1-2 blóma, blómleggir allt að 4,5 sm. Bikar um 1,5 sm, flipar langyddir, hvassyddir. Krónan allt að 3(-4) sm, trektlaga, gul eða gulgræn, oft með purpura slikju, stendur lárétt út, flipar allt að 1 sm. Fræflar jafnlangir og pípan.
Uppruni
Bandaríkin (V Texas til S Arizon), Mexíkó.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð í góðu skjóli.
Reynsla
Binda upp. Viðkvæm. Ekki í Lystigarðinum 2015.