Fjölær jurt, allt að 50 sm há. Lauf allt að 15 sm, aðallega á stönglinum, smálauf 11-25, allt að 25 x 6 mm, oddbaugótt eða lensulaga, blómskipunin kirtil-dúnhærð.
Lýsing
Blómskipunin á greinum efst, 1-2 blóma, blómleggir allt að 4,5 sm. Bikar um 1,5 sm, flipar langyddir, hvassyddir. Krónan allt að 3(-4) sm, trektlaga, gul eða gulgræn, oft með purpura slikju, stendur lárétt út, flipar allt að 1 sm. Fræflar jafnlangir og pípan.