Upprétt, fjölær jurt, 40-120 sm há, lítið eitt langhrokkinhærð til smádúnhærð, oft kirtilhærð blómskipun. Lauf 3-15 sm, smálauf (3-)5-25, 0,8-5 x 0,2-1,2 sm, mjóaflöng eða lensulaga til oddbaugótt, í röðum, endasmálaufið stærst.
Lýsing
Blómskipunin endastæð eða axlastæð, hálfsveiplaga, þétt, blómin legglaus eða næstum legglaus. Bikar 4,5-9 mm. Króna 1-1,8 mm, bjöllulaga, bláfjólublá, rjómalit eða hvít. Fræflar ná ekki fram úr krónunni eða ná fram úr henni.
Uppruni
Bandaríkin (Utah, Nevada og Wyoming).
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Ein gömul planta er til undir þessu nafni, binda þarf hana upp þegar líður á sumarið.