Polemonium delicatum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
delicatum
Íslenskt nafn
Álfastigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Samheiti
Polemonium pulcherrimum ssp. delicatum
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár - fjólublár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær, grönn, lítil jurt, 10-20 sm há. dreifir sér með grönnum jarðrenglum, kirtilhærð. Lauf 3-8 sm, með 5-11 smálauf, 3-20 mm, aflöng, egglaga eða egglensulaga, ydd, mjög þunn.
Lýsing
Blómskipunin samsett, með 3-4 blóm á grein, blómleggir 5-15 mm. Bikar 4-5 mm, flipar lensulaga, hvassyddir. Króna um 7x8 mm, bjöllulaga, blá til fjólublá. Fræflar ná venjulega ekki fram úr blóminu.
Uppruni
Bandaríkin (Idaho til Nýju Mexíkó og Arizona).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.