Fjölær, grönn, lítil jurt, 10-20 sm há. dreifir sér með grönnum jarðrenglum, kirtilhærð. Lauf 3-8 sm, með 5-11 smálauf, 3-20 mm, aflöng, egglaga eða egglensulaga, ydd, mjög þunn.
Lýsing
Blómskipunin samsett, með 3-4 blóm á grein, blómleggir 5-15 mm. Bikar 4-5 mm, flipar lensulaga, hvassyddir. Króna um 7x8 mm, bjöllulaga, blá til fjólublá. Fræflar ná venjulega ekki fram úr blóminu.