Polemonium caeruleum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
caeruleum
Íslenskt nafn
Jakobsstigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 30-90 sm há, hárlaus neðst, kirtildúnhærð ofar eða við blómskipunina. Lauf allt að 40 sm, stakfjöðruð, smálauf oftast 17-27, lensulaga til oddbaugótt eða aflöng-lensulaga, næstum legglaus og minni eftir því sem ofar dregur á stönglinum.
Lýsing
Blómskipunin endastæð eða axlastæð, lotin, blómin á stuttum blómleggjum. Bikar 3-7 mm, bjöllulaga, flipar lensulaga, hvassyddir. Krónan 8-15 mm, 10-25 mm í þvermál, hjóllaga-bjöllulaga, blá, sjaldan hvít, flipar egglaga, næstum yddir til bogadregnir. Aldin næstum hnöttótt, fræ hrukkótt, ekki slímug þegar þau eru blaut.
Uppruni
Evrópa.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð, í blómaengi, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerðar og auðræktaðar tegundir, jakobsstigi algengur í görðum um allt land. Þarf uppbindingu þegar líður á sumarið. Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1981 og gróðursett í beð 1982, þrífst vel, sáir sér mikið.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Album' er með hvít blóm.ssp. caeruleum: Grunnlauf eru með 17-27 smálauf. Blómskipunin er með mörg blóm. Krónan er 8-15 mm, blá. Fræflarnir ná fram úr blóminu. Heimkynni: N & M Evrópa.