Polemonium boreale

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
boreale
Íslenskt nafn
Holtastigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Samheiti
Polemonium. lanatum, Polemonium. villosum, Polemonium boreale ssp. macranthum
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár til fjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 8-30 sm há, upprétt eða uppsveigð, dúnhærð eða kirtilhærð. Laufin eru flest grunnlauf með 13-23 dúnhærð smálauf, oftast 4-12 x 1-5 mm, egglaga eða oddbaugótt til aflöng, snubbótt eða ydd.
Lýsing
Blómskipunin kollur, bikar 5-10 mm, bjöllulaga, flipar aflangir til lensulaga. Króna 1,5-2 sm, bjöllulaga, blá til fjólublá, flipar dálítið legri en krónupípan.
Uppruni
Norðurhvelshverf.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem var gróðursett í beð 1985, þrífst vel, og önnur sem sáð var til 1982 og gróðursett í beð það sama ár, þrífst vel. Mjög breytileg tegund með stórt útbreiðslusvæði t. d. eru deilitegundir hér að ofan frá Alaska.
Yrki og undirteg.
P. b. ssp. boreale var. villosissimum er með hvítloðna blómstöngla og bikarblöð.'Album' er með hvít blóm.