Polemonium acutiflorum

Ættkvísl
Polemonium
Nafn
acutiflorum
Íslenskt nafn
Lappastigi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Samheiti
P. caeruleum ssp. acutiflorum
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blápurpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
25-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 25-30 sm há. Stónglar ógreindir, neðri hlutinn hárlaus, efri hlutinn með löng hár, einnig kirtilhár. Laufin stakstæð, neðstu laufin eru með legg, efstu laufin með stuttan legg, leggur með kant, með rennu, kantar hærðir eða stundum næstum hárlausir. Blaðkan fjöðruð, neðstu laufin oftast með 8 pör smálaufa í mesta lagi.
Lýsing
Blómin breið-bjöllulaga, blápurpura (stöku sinnum hvít), 15-20 mm breið, samvaxin, djúp 5-flipótt. Flipar oddbaugóttir, mjókka í oddinn, með kögraða jaðra, ginið hært. Bikar 5-flipóttur. Fræflar 5. Frævurnar samsettar úr 3 einföldum frævum. Blómskipunin er blómfár klasi. Aldin hnöttótt, gul, hvert hýði er úr 3 hlutum.
Uppruni
Skandinavía, N Ameríka.
Heimildir
= www.luontoportti.com/suomi/en/kukkakasvit/tall-jacobs-latter, HS
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringbeð á skýldum stöðum, sem undirgróður.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, þrífst vel. Vex í raklendi og með ám og lækjum N til Troms á Finnmörku og víðar í Skandinavíu (HS).