Podophyllum versipelle

Ættkvísl
Podophyllum
Nafn
versipelle
Íslenskt nafn
Roðaegg
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae).
Samheiti
Réttara: Dysosma versipellis (Hance) M Cheng
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Djúpfagurrauður.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar skríða ekki, eru grófir. Stönglar fölgrænir, sumargrænir, uppréttir. Laufin skjaldlaga, 40 sm í þvermál, óreglulega og mjög djúpskipt, 5-8 flipa, jaðar fíntenntur, blómstönglar með 2 lauf.
Lýsing
Blómskipunin er sveipur með 8 blómum, endastæð, efstu laufin ná upp fyrir hana og hylja hana, blómleggur hangandi, allt að 5 sm. Blómin djúpfagurrauð, lykta illa. Bikarblöð 6, 12 x 6 mm, hærð á bakhliðinni. Krónublöð 6, 18-35 x 6-8 mm, hárlaus. Fræflar 6, 18 mm. Aldin minna en 4 sm, kjötkennd.
Uppruni
Kína,Tíbet.
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, með græðlingum af jarðstönglum og með nýþroskuðum fræjum.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem undirgróður undir tré og runna.
Reynsla
F4-C05 900350