Plantago media

Ættkvísl
Plantago
Nafn
media
Íslenskt nafn
Loðtunga
Ætt
Græðisúruætt (Plantaginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænleitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
5-15 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Laufin stök eða fáein í hvirfingu, 5-15 x 3-8 sm að leggnum meðtöldum, egglaga-oddbaugótt, heilrend eða með strjálar tennur, mjókka að grunnni, meira eða minna hrokkinhærð, laufleggurinn álíka langur og blaðkan.
Lýsing
Blómstönglar miklu lengri en laufin, öxin þétt, 2-6 sm, allt að 15 sm langir með aldunum. Bikarblöð græn eða með purpura slikju. Krónuflipar allt að 2 mm, fræflar ná út úr blóminu, 8-13 mm, frjóþræðir lillalitir, frjóhnappar lillalitir eða hvítir. Fræhýði 3-4 mm, fræ 2-4, 2 mm, flöt-kúpt.
Uppruni
Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning eða skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2006 og gróðursett í beð 2010, þrífst vel.