Plantago maritima ssp. borealis (Lange) Blytt & O. Dahl, P. maritima ssp. juncoides (Lam.) Hultén, P. juncoides Lam.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Brúnleitur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
5-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 5-20 sm, með axleggi sem venjulega eru lengri en laufin, hárlausir til dúnhærðir. Laufin grunnlauf, uppsveigð, allt að 20 sm löng, 1,5 sm breið, bandlaga til þráðlaga eða lensulaga, þykk, kjötkennd, næstum 3-hyrnd í þversnið, hárlaus, 3-5 tauga, heilrend eða með strjálar tennur.
Lýsing
Blómskipunin öx, 2-10 sm löng, þétt, oft slitrótt neðantil, aðalleggur dúnhærður, stoðblöð 1,5-4 mm löng, egglaga, jaðrar smá-randhærð, blómstilkar 1 eða nokkrir. Bikar- og krónupípa dúnhærð. Bikar aflangur, bogadreginn aftan, krónuflipar útstæðir, 1-1,5 sm langir. Fræflar 4Hýðisbaukurinn hringskorinn neðan við miðju, egglaga. Fræ 2-4