Fjölær jurt, lítið eitt hærð með stinnan stöngulstofn og margar hliðarrætur. Laufleggur oftast 1-20 sm langur, oft purpuralitur, stundum mjög stuttur og illa skilgreindur með ullarbrúsk við grunninn. Blaðkan um 2,5-30 x 7-8 sm, lensulaga eða öfugegglaga til breið-oddbaugótt, hærð, einkum á neðra borði á 5-7 upphleyptum aðalæðastrengjum, heilrend eða með strjálar tennur, mjókka að grunni, snubbótt.
Lýsing
Blómstöngull um 5-60 sm langur, ± sívalur, þétthærður ofan til. Axið yfirleitt > 10 sm langt fullþroska, mjó-sívalt. Stoðblöð minna oftast dálítið á bikarblöðin, randhærð, að öðru leyti eins og bikarblöðin. Bikarblöð 2-3 mm löng, breið-egglaga, himnukennd nema miðjan er grænt eða purpura band, oftast hárlaus nema á randhærðum kilinum. Krónupípan = bikar. Pípuflipar 2,5-3 mm langir, egglaga, verða fljótt hrokknir, uppvafðir og mynda áberandi, oddhvassa, upprétta keilu. Fræflar hárlausir, oftast með smáa frjóhnappa sem eru inni í blóminu, stundum með stóra frjóhnappa sem ná langt út úr blóminu. Still hærður, > krónan. Fræhýði 2,5-3,5 mm löng, egglaga eða oddbaugótt-egglaga, með 3 fræ. Fræin 1,8-2,2 mm löng, egglaga-sporvala eða aflöng, oftast djúp ólífugræn, stundum brúngræn eða næstum svört.