Fjölær jurt með löng mjúk hár og langa, svera stólparót. Laufin eru grunnlauf, oddbaugótt til öfugegglaga, yfirleitt 7-10 sm löng og 8-20 mm breið, með 3-5 æðastrengi, jaðar tenntur og með brún hár í blaðöxlunum.
Lýsing
Blómstönglar 9-20 sm langir, axið sívalt, 1,5-3 sm langt, sjaldan lengri. Stoðblöð egglaga, 1,4-1,7 mm löng og breiða, hárlaus eða langhærðan kjöl. Bikar oddbaugóttur, 2,2-3 mm langur, kjölur ekki áberandi. Krónuflipar breið-egglaga, 1,3-1,8 mm löng. Fræhýðið egglaga eða næstum hnöttótt, oftast 2,3-3,6 mm löng. Fræin 4 talsins.