Plantago antarctica

Ættkvísl
Plantago
Nafn
antarctica
Íslenskt nafn
Fjallatunga*
Ætt
Græðisúruætt (Plantaginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - dálítill skuggi.
Blómalitur
Grænn, brúnn/koparlitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
9-20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með löng mjúk hár og langa, svera stólparót. Laufin eru grunnlauf, oddbaugótt til öfugegglaga, yfirleitt 7-10 sm löng og 8-20 mm breið, með 3-5 æðastrengi, jaðar tenntur og með brún hár í blaðöxlunum.
Lýsing
Blómstönglar 9-20 sm langir, axið sívalt, 1,5-3 sm langt, sjaldan lengri. Stoðblöð egglaga, 1,4-1,7 mm löng og breiða, hárlaus eða langhærðan kjöl. Bikar oddbaugóttur, 2,2-3 mm langur, kjölur ekki áberandi. Krónuflipar breið-egglaga, 1,3-1,8 mm löng. Fræhýðið egglaga eða næstum hnöttótt, oftast 2,3-3,6 mm löng. Fræin 4 talsins.
Uppruni
SA Ástralía.
Heimildir
planetnet.rbgsyd.nsw.gov.au/cgi-bin/NSWfl.pl?page=nswfl&lvl=sp&name=Plantago-antarctica, davesgarden.com/guides/pf/go/191311/#b,
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2011 og gróðursett í beð 2013.