Yfirleitt runnkennd og jarðlæg. Greinar knébeygðar.
Lýsing
Könglar (sammiðja), reglulegir, legglausir eða á stuttum legg, fullþroska eru þeir láréttir, uppstæðir eða niðurbognir, keilulaga til egglaga og mjög jafnir, aldrei döggvaðir, gulbrúnir að hausti 1. árs en verða kanelbrúnir fullþroska. Hreisturskildir allir jafnháir, alveg eins að stærð og formi, hvass og þverkjalaðir, en þó flatari en á neðri hreistrunum. Þrymill miðstæður, yfirleitt með stingandi brodd, opnast síðla haust á 2. ári.