Pinus mugo

Ættkvísl
Pinus
Nafn
mugo
Ssp./var
v. mughus
Höfundur undirteg.
(Scop.) Zenari
Íslenskt nafn
Fjallafura
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. montana v. mughus (Scop.) Willk.
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1-3 m
Vaxtarlag
Yfirleitt runnkennd og jarðlæg. Greinar knébeygðar.
Lýsing
Könglar (sammiðja), reglulegir, legglausir eða á stuttum legg, fullþroska eru þeir láréttir, uppstæðir eða niðurbognir, keilulaga til egglaga og mjög jafnir, aldrei döggvaðir, gulbrúnir að hausti 1. árs en verða kanelbrúnir fullþroska. Hreisturskildir allir jafnháir, alveg eins að stærð og formi, hvass og þverkjalaðir, en þó flatari en á neðri hreistrunum. Þrymill miðstæður, yfirleitt með stingandi brodd, opnast síðla haust á 2. ári.
Uppruni
A Alpar til Balkanskagi.
Harka
3
Heimildir
7
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í skógrækt, í stór ker og víðar.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum.