Tré sem verður 20-30 m eða meira í heimkynnum sínum, bolur allt að 1 m breiður. Króna mjó-keilulaga, greinar stuttar, láréttar útbreiddar á gömlum trjám eru greinaendar uppréttir. Börkur gamalla trjáa grábrúnn, dettur af í ferköntuðum plötum; á ungum stofnum er börkurinn sléttur og ljósbrúnn. Ársprotar brúnleitir, fínhærðir.
Lýsing
Brum sívöl til kúlulaga, 12 mm löng, kvoðug, brumhlífar aðlægar. Barrnálar allt að 5 saman, lifa í 3-4 ár, standa þétt saman og eru stífar, beinar 4-10 sm langar, ólífugrænar, snubbóttar, jaðar fín- og gistenntur, að ofan eru nálarnar með um það bil 5 loftaugaröðum. Kvoðugangur við yfirhúð (epidermis). Nálaslíður 18 mm, detta fljótt af. Könglar endastæðir, stakir eða allt að 2-5, leggstuttir, hanga eftir 1. árið, sívalir mjókka í endann, stundum dálítið bognir, 10-25 sm langir og 3-5 sm breiðir, ungir könglar eru grænir til purpura, fullþroskaðir gulbrúnir. Köngulhreistur leðurkennd, hreisturskildir þunnir, kúptir ofan og með langan kjöl og hvassa rönd á neðri hreistrunum, baksveigðir, þrymill samankýttur, dökkbrúnn. Fræ rauðleit með svörtum flikrum, egglaga, 6 mm löng með um 20 mm löngum væng.
Uppruni
Norðvestur N Ameríku.
Harka
4
Heimildir
1,7,9
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Skjólbelti, þyrpingar, stakstæð, skógrækt.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær misgamlar plöntur til, þrífast vel.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis. T.d. 'Minima' dvergvaxið yrki með stuttum bláleitum nálum, 'Pendula' með drúpandi greinar, 'Skyline' mjótt, upprétt, bláleitt barr og að lokum má nefna afbriði af aðaltegund P. monticola var. minima Lemmon sem er með styttri, gljáandi gula köngla sem eru aðeins 9-15 sm að lengd (Heimk.: Fjöll Sierra Nevada og Kaliforníu).
Útbreiðsla
Þarf rakan, opinn vaxtarstað og þrífst líka á sendnum þurrkuðum jarðvegi.