Tré allt að 20-35 m hátt í heimkynnum sínum. Króna keilulaga í fyrstu, síðar óregluleg, flöt og útbreidd (regnhlíf), minnir nokkuð á skógarfuru (P. sylvestris) í vaxtarlagi. Börkur rústrauðleitur og þunnflögóttur á eldri trjám. Árssprotar grænir í fyrstu, síðar appelsínugulir og hárlausir
Lýsing
Brum egglaga til aflöng, að 12 mm að lengd, ydd, rauðbrún, kvoðug, brumhlífar oft lausar hvor frá annarri og í endann og aftursveigðar. Barrnálar 2 í knippi (mynda einskonar pensil á greinaendum), lifa í 3 ár, 6-12 x 1 mm, sagtenntar, mjóyddar með ógreinilegar varaopsrákir á báðum hliðum og kvoðuganga á efra borði. Nálaslíður ungra nála um 15 mm að lengd, enda oft í 2 þráðlaga sepum. Könglar ljósbrúnir fullþroska, stakir eða nokkrir saman, stilkstuttir, vita niður á við, 3-5(-7) sm á lengd, egg-keilulaga. Köngulhreistur þunn, hreisturskildir flatir, efri jarðar hvass og skagar nokkuð fram. Þrymill með stuttum broddi. Fræ svarbrún, egglaga, um 6 mm að lengd með 18 mm löngum væng.