Hátt tré með grannan stofn, 20-35 m hátt. Króna mjókeilulaga.
Lýsing
Börkur þunnur, ljósbrúnn eða rauðbrúnleitur, < 1 sm þykkur. Barrnálar yfirleitt > 5 sm langar, 1,3-1,7 mm breiðar og með 2 kvoðuganga. Könglar mynda ± bil rétt horn við greinina, sjaldan kengbognir, standa lengi.
Uppruni
Frá Kanada suður eftir Klettafjöllum og suður í Kóloradó.
Harka
4
Heimildir
1,7,9
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í skógrækt eða sem stakstæð tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár misgamlar plöntur. Þær eru fallegar og þrífast vel. Eiga það til að sólbrenna á vorin. Harðgerð. Skýla þarf ungplöntum.