Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir, kvk blóm dökkpurpura.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
3-10 m
Vaxtarlag
Vex væntanlega sem runni hérlendis. Greinar mjög uppsveigðar. Árssprotar grænleitir í fyrstu síðar brúnrauðir.
Lýsing
Brum langegglaga, 8mm að lengd, ljósbrún, mjög kvoðug, brumhlífar þétt aðlægar. Nálar 2 og 2 saman í knippum, 2-4cm að lengd, útstæðar og undnar, bogna í ýmsar áttir, yddar eða snubbóttar, skærgrænar, varaopsrákir á báðum hliðum, lifa í 3-4 ár. Nálaslíður 3mm löng, vantar oft á nálar á eldri greinum.Könglar keilu - egglaga, 4-5 cm að lengd og 2-3 cm í þvermál, oftast bognir, hanga lengi á trénu, opnast seint. Þrymlar flatir eða upphleyptir, gaddar stuttir. Fræ 3-4mm löng, vængjuð.
Uppruni
N Ameríka (N Scotia - Yukon).
Harka
2
Heimildir
1,9
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð, sem stakstæð tré.
Reynsla
Lítt reynd hér - er í uppeldi frá einum 3 stöðum.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis t.d. 'Annae' nálar með gulum blæ, 'Compacta' þétt og lágvaxið yrki, 'Tucker's Dwarf' enn þéttari en 'Compacta' og 'Uncle Fogy' jarðlæg og hraðvaxta. Þessi yrki þyrfti að reyna hérlendis.