Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir, kvk blóm dökkpurpura.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
5-10 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Tré getur orðið allt að 15 m hátt í heimkynnum sínum, en yfirleitt miklu lægri í ræktun, stundum jarðlægt. Vex oftast sem runnkennt tré. Króna breiðkeilulaga, greinar þéttstæðar með fáum bústnum smágreinum. Börkur ungra trjáa grænn og sléttur, seinna hreistrugur. Börkur gamalla trjáa sprunginn, ryðbrúnn. Greinar í reglulegum kransi til að byrja með og uppréttar, grófgerðar, stuttar. Ársprotar grófir, ljósappelsínugulir, hárlausir til hærðir.
Lýsing
Brum ydd-egglaga, 8 mm löng, ytri hreistrin húsa frá. Barrnálar u.þ.b. 5 saman, lifa í 12-15 ár, mjög þéttstæðar, 2-4(-5) sm langar, dökkgrænar með hvítri kvoðuútfellingu/harpixörðum hér og hvar á barrinu. Engar loftaugaraðir á neðra borði nálanna, bláhvítar að ofan. Kvoðugangur við yfirhúð. Slíður rifnar stundum á 1. ári og eru á 2.-4. orðin eins og blaðhvirfing við grunn nálanna. ♀ blóm dökkpurpura. Könglar bláleitir, legglausir, sívalir-egglaga, 4-9 sm langir, fara að birtast eftir 20 ára aldurinn, hreisturskildir hvelfdir, með gráan kjöl, þrymill með fíngerðan u.þ.b. 8 mm þyrni/gadd. Fræ egglaga, hliðflöt, ljósbrún með svarta flekki,6-7 mm löng og með 7-10 (15) mm langan væng.
Uppruni
Bandaríkin (Klettafjöll).
Harka
3
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð, í skógrækt eða sem stakstæð tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkur tré sem þrífast vel, ekkert kal. Sum hafa brotnað undan snjó. Afar harðgerð, vex hægt en örugglega (5-10 sm á ári). Þekkist auðveldlega frá öðrum furum á harpixörðunum á nálunum.