Pinus albicaulis

Ættkvísl
Pinus
Nafn
albicaulis
Íslenskt nafn
Klettafura
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Lífsform
Sígrænn runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
3-10 m
Vaxtarlag
Yfirleitt runni eða tré með lágan stofn, allt að 10 m, sjaldan allt að 20 m hátt, en runnkennd og lágvaxin hátt yfir sjó. Árssportar venjulega mjúkhærðir, rauðbrúnir eða ljósir að lit. Börkur á ungum plöntum hvítleitur, sléttur, greinar mjög útbreiddar. Lík P. flexilis en þekkist frá henni á því að könglar opnast ekki við þroska og hneturnar eru smærri.
Lýsing
Ársprotar rauðgulir til brúnir eða appelsínugulir, sléttir með strjálum hárum. Brum breið-egglaga, ydd, köngulhreistur ekki þéttaðlæg og lang ydd. Barrnálar allt að 5, lifa í u.þ.b. 4-8 ár, 4,5-6 sm langar, stinnar en sveigjanlegar, 1,5 sm breiðar, dökkgrænar heilrendar, stuttyddar, að neðan með 2 djúpar loftaugaraðir, slíðrin detta af á fyrsta ári. Könglar stakir og endastæðir, egglaga, 4-7 sm langir, ungir purpuralitir, verða seinna brúnir með stutt, þykk hreistur, opnast ekki fullþroska. Köngulskildir með hvassyddan þrymil. Fræ stór allt að 12 mm löng, ekki með væng.
Uppruni
Bandaríkin.
Harka
2
Heimildir
1,7, 9
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð, sem stakstætt tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem keypt var 1984, gróðursett í beð það ár. Þrífst vel. Lítt reynd hérlendis.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru til erlendis. T.d. 'Flinck' dvergform, 'Noble's Dwarf' runnkennt, þétt yrki.