Fjölær jurt, hærð eða hárlaus sem nær allt að 60 sm hæð. Jarðstöngull venjulega þakinn rytjum dauðra laufa. Engar blómlausar blaðhvirfingar. Stönglar 3-hyrndir, oftast óholir. Grunnlauf 1-2 fjaðurskipt með 3-7 pör af egglaga flipum.
Lýsing
Sveipir með 6-25 geisla. Krónublöð hvít eða bleik. Aldin 2-2,5 mm, breiðegglaga, hryggir ekki áberandi.
Uppruni
Evrópa.
Harka
4
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð ar til 2001 og gróðursett í beð 2006, þrífst vel.