Jarðstönglar eru stuttir, vita upp á við. Stönglar 20-100 sm, fíndúnhærðir neðantil, greinar með gárur. Grunnlauf eru aflöng, 3-5 sm breið, með 120 sm langan lauflegg sem breytist snögglega í móhvítt eða purpura slíður, flipar breiðegglaga eða aflangir, hvassyddir eða snubbóttir, gróf hvasstenntir, stundum næstum sepótt. Neðri laufin með stuttan legg, efst 1,5-2,4 sm löng, 1-2 sm breið, legglaus og hvass skert, næstum skörðótt, með aflöng-bandlaga flipa.
Lýsing
Sveipir með 10-20 slétta geisla næstum jafn langa, 2,5-5 sm í þvermál, reifablöð og smáreifar engar. blómskipunarleggur lítt hærður, króniblöð bleik-purpura, sjaldan hvít. Aldin hárlaus, egglaga, 2,5 mm löng, 1,2 mm breið, næstum hnattlaga. Mjög falleg en plantan skríður mjög mikið!