Pimpinella rhodantha

Ættkvísl
Pimpinella
Nafn
rhodantha
Íslenskt nafn
Rauðanís
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 50 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar eru stuttir, vita upp á við. Stönglar 20-100 sm, fíndúnhærðir neðantil, greinar með gárur. Grunnlauf eru aflöng, 3-5 sm breið, með 120 sm langan lauflegg sem breytist snögglega í móhvítt eða purpura slíður, flipar breiðegglaga eða aflangir, hvassyddir eða snubbóttir, gróf hvasstenntir, stundum næstum sepótt. Neðri laufin með stuttan legg, efst 1,5-2,4 sm löng, 1-2 sm breið, legglaus og hvass skert, næstum skörðótt, með aflöng-bandlaga flipa.
Lýsing
Sveipir með 10-20 slétta geisla næstum jafn langa, 2,5-5 sm í þvermál, reifablöð og smáreifar engar. blómskipunarleggur lítt hærður, króniblöð bleik-purpura, sjaldan hvít. Aldin hárlaus, egglaga, 2,5 mm löng, 1,2 mm breið, næstum hnattlaga. Mjög falleg en plantan skríður mjög mikið!
Uppruni
Georgia.
Heimildir
vikipedia.wiki/ . https://www.genesys-pgr.org/explore?filter=%7B"taxonomy.genus"%3A%5B"Pimpinella"%5D%7D&page=1
Fjölgun
Sáning, skiping.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, er í rauninni of skriðul!
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðurset í beð 1992, þrífst vel.