Pilosella peleteriana

Ættkvísl
Pilosella
Nafn
peleteriana
Íslenskt nafn
Renglufífill*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Samheiti
Hieracium peleterianum spp. subpeleteriana
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin, fjölær jurt með ofanjarðarrenglur. Stönglarnir eru 20-30 sm háir, blaðlausir og með þétt stjarnhár; stinn, ógreind hár og kirtilhár. Renglurnar eru gráhvítar, stuttar og kröftugar, með jafnstór lauf sem eru í blaðhvirfingum. Laufin eru aflöng-oddbaugótt, með hvíta lóhæringu á neðra borði og með löng, burstahár á jöðrunum og á efra borði.
Lýsing
Blómkörfurnar eru fremur stórar og það er ein á hverjum stöngli. Reifablöðin eru með þétt burstahár, stjörnuhár og kirtilhár. Blómin eru ljósgul, stundum með rauðar rákir á bakhliðinni, með gula frævu. Plantan æxlast með kynæxlun, ekki með geldæxlun. Það sem einkennir hana eru stöku körfurnar, að blöðin eru hvítlóhærð á neðra borði og renglurnar eru stuttar með jafnstór lauf sem mynda blaðhvirfingu á endanum.
Uppruni
Evrópa.
Heimildir
= www.gbif.org/species/7065413, linnaeus.nrm.se/flora/di/astera/pilos/pilopel.html, New Flora of the British Isles- Third Edition. Clive Stace.
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í kanta, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2011 og gróðursett í beð 2015.
Yrki og undirteg.
ssp. subpeleteriana (Nägeli & Peter) P.D. Sell -- Stönglar allt að (6)10-30 sm háir, hvirfingalauf 4-12(19) mm breið, mjókka smám saman að grunni. Reifablöð 11-15 mm, lensulaga. Karfan 12-17 mm breið, tungukrýndu blómin ekki talin með. Heimkynni: Bretland, Frakkland.
Útbreiðsla
Plantan er mjög lík tágafífli (P. officinarum) og kanski ætti að líta á hana sem deilitegund af tágafíflinum. Tágafífilinn æxlast að hluta til með geldæxlun og er breytileg með langar renglur þar sem blöðin minnka er nær dregur endanum. P. peleteriana getur myndað blendinga með Pilosella lactucella og þau form af tágafífli sem æxlast með kynæxlun þegar þessar tegundir vaxa saman.