Pilosella officinarum

Ættkvísl
Pilosella
Nafn
officinarum
Íslenskt nafn
Tágafífill*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Sítrónugulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
5-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Ofanjarðarrenglur venjulega margar, langar, grannar laufóttar. Laufin 1-12 x 0,5-2 sm, aflöng til lensulaga eða spaðalaga, snubbótt eða ydd, mjókka að grunni, með ógreind hár, þétt stjarn-dúnhærð að minnsta kosti neðst.
Lýsing
Körfurnar stakar, á 5-50 sm stöngli með kirtilhár, ógreind hár og stjörnuhár. Reifablöð 6-15 x 1-2 mm, band-lensulaga, ydd, smáblómin sítrónugul oft með rauða rák á neðra borði.
Uppruni
Evrasía (tempraði hlutinn).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, þrífst vel.