Börkur grár til grábrúnn. Greinar sívalar eða dálítið kantaðar, með strjála eða þétta dúnhæringu og með stinn, löng hár. Lauf 30-80 × 10-28 sm, stakstæð, oddbaugótt til egglaga, jaðrar sagtenntir og randhærðir, laufin hvassydd í endann, grunnur bogadreginn til breiðfleyglaga, lauf mattgræn ofan, lítið eitt kirtilhærð bæði ofan og neðan. Laufleggur 4-11 mm. Blómin í þéttum, endastæðum skúf, 5-10 sm löngum, blómleggir 2-4,5 mm, þéttdúnhærðir og með strjál kirtilhár, stoðblöð 2-9 mm, forblöð 0,9-2,3 mm, bandlaga til mjó-tígullaga, bikar móhvítur, flipar egglaga. Króna 4-7 × 3-5,5 mm, bikarlaga, hvít. Frjóþræðir 2-3 mm langir. Aldin 4-6 × 4-6 mm, hálfhnöttótt til egglaga með 2 ógreinilega vængi.
Í sírök beð undir trjám, í ker og kassa. Þrífst best i súrum jarðvegi, bæði í beðum og kerum, þolir súrari jarðveg en flestar tegundir af lyngættinni. Vökvun í meðallagi, vökvið reglulega, ofvökvið ekki. Hlutar plöntunnar eru eitraðar, ætti ekki að borða.
Reynsla
Plöntunum var sáð í Lystigarðinum 1989 og 1991, þær voru gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal gegnum árin, blóm af og til. Plönturnar frá 1989 drápust vorið 2010.