Picea sitchensis

Ættkvísl
Picea
Nafn
sitchensis
Íslenskt nafn
Sitkagreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. sitkaensis Mayr.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Allt að 40 m erlendis.
Vaxtarlag
Tré, allt að 40 m hátt, getur orðið allt að 60 m hátt í heimkynnum sínum. Króna breið-keilulaga með grannar, láréttar, útstæðar greinar, seinna verður krónan mjög breið. Börkur dökkrauðbrúnn, flagnar með þunnum hreistrum. Ársprotar gulbrúnir, ljósari en brumin, stinnir, djúprákóttir.
Lýsing
Brum ljósbrún, ydd, keilulaga, kvoðug. Brumhlífar aðlægar, þær neðstu smáar. Barrnálar stífar, þéttstæðar, 15-25 mm langur, geislastæður á láréttum greinum, skiptast þær þó neðan á greinunum, með stingandi odda, flatar í þversnið, ögn kjalaðar neðan og silfurhvítar vegna 2 loftaugaranda, sem hvor er úr 6-8 loftaugaröðum. Nálarnar eru bogadregnar ofan og glansandi grænar með ógreinilegum slitróttum loftaugaröðum. Könglar sívalir-ílangir, 6-10 sm langir, fölrauðleitir til gulbrúnir. Köngulhreistur lang-tígullaga, þunn og auðsveigð. Jaðar með óreglulegar tennur, bylgjaðar. Fræ brún, 2-3 mm löng, vængur 7-8 mm langur.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
7
Heimildir
7, H.Kr. 2010 Íslenska plöntuhandbókin
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré, í þyrpingar, í raðir, í limgerði og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkur, misgömul tré, sem þrífast vel, undantekning ef kal sést á einhverju þeirra. Sitkagreni er farið að sá sér út á nokkrum stöðum á Íslandi.
Útbreiðsla
Tré sem þrífst best í rökum til votum, sendnum jarðvegi og svölu loftslagi, þolir líka vind.