P. likiangensis (Franch.) Pritz v. purpurea (Mast.) Dallim. et Jacks
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Allt að 30 m
Vaxtarlag
Tré allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur með þunnt hreistur. Greinar grófar, láréttar, útbreiddar.
Lýsing
Brum egglaga, ydd, dökkbrún, kvoðug. Ársprotar gulgráir, ungir með þétta, brúngula hæringu. Barrnálar sem eru ofan á greininni vita fram á við og eru þétt aðlægar, hliðarbarr veit nokkuð upp á við, 8-12 mm langt, 1 mm breitt, snubbótt, mjög þéttstætt, með kjöl, grágrænt, á efri hlið án loftaugaraða eða með 1-2 ógreinilegar en á neðri hliðinni með 2-3 loftaugaraðir. Könglar sívalir, 4-6 sm langir, ungir purpurafjólubláir, fullþroska brúnir. Köngulhreistur lang-tígullaga.
Uppruni
V Kína.
Heimildir
7, Roloff/Bärtels 1996: Gehölze
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré, í raðir, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til eitt tré sem sáð var til 1983, gróðursett í beð 1992. Ekkert kal, þrífst vel.