Picea pungens

Ættkvísl
Picea
Nafn
pungens
Yrki form
'Koster'
Höf.
(Blaauw & Co. 1901) .
Íslenskt nafn
Broddgreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. pungens glauca Koster Blaauw & Co., P. pungens glauca Koster Boom 1959.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Hæð
- 25 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Þekktasta bláleita broddgreniformið, reglulega keilulaga í vextinum. Greinar geislastæðar, útbreiddar.
Lýsing
Ársprotar appelsínubrúnir. Brum keilulaga, 1 sm löng, 5-6 mm breið, breið neðst. Brumhlífar þétt aðlægar, stöku sinnum aftursveigðar við oddinn. Barrnálar ögn sigðlaga, uppsveigðar frá neðra borði greinanna, silfurbláar líka að vetrinum, 20-25 mm langar.
Uppruni
Yrki.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar í þokuúðun.
Notkun/nytjar
Sem stakt tré, í þyrpingar, í skjólbelti og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til gamalt, kræklótt tré, sem greinilega hefur orðið fyrir mörgum áföllum og annað ungt sem sáð var til 2000, gróðursett í beð 2004, ekkert kal.