Picea pungens

Ættkvísl
Picea
Nafn
pungens
Íslenskt nafn
Broddgreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 25 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Hátt tré, 30-40 m eða hærra í heimkynnum sínum. Bolur með grábrúnan, þykkan börk með djúpar sprungur. Krónan breið-keilulaga. Greinar í láréttum kransi, sem stundum er fremur gisinn, greinar lítilleg uppsveigðar í endann. Neðri greinar eldri trjáa niðursveigðar.
Lýsing
Ungar greinar ljós gulbrúnar til appelsínugular, oft líka döggvaðar, kröftugar, stuttar, hárlausar. Brum snubbótt, keilulaga, brún-gulleit, kvoðulaus. Brumhlífar húsa frá, endar þeirra aftursveigðir. Barrnálar geislastæðar, stinnar, 2-3 sm langar, framstæðar, langyddar og stingandi, blágrænar, sjaldan alveg grænar á báðum hliðum, með 4-5 loftaugarendur. Könglar lang-sívalir, 6-10 sm langir, ljósbrúnir. Köngulhreistur þunn, auðsveigð, með langfellingar, mjókka að jaðrinum, bogadregin eða stýfð, bylgjuð eða tennt. Fræ dökkbrún, 2 mm löng með 8 mm langan væng.
Uppruni
V Bandaríkin.
Harka
3
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning, sumar- og vetrargræðlingar. Yrkjum er fjölgað með ágræðslu.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré, í limgerði, í þyrpingar, í skjólbelti.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkur tré á mismunandi aldri. Þrífast vel, ekkert kal að minnsta kosti hin síðari ár.Meðalharðgert - ættað úr meginlandslofslagi og vex því ekki vel út við sjó, hættir til að missa endabrumið í vorfrostum. Gamalt ljótt eintak til í garðinum.
Yrki og undirteg.
Yfir 40 yrki í ræktun í USA og Evrópu. Þau sem hafa verið reynd hér eru t.d. 'Argentea' form með áberandi silfurhvítar nálar, 'Glauca' form með áberandi bláleitu barri, 'Koster' með silfurblátt barr, einnig að vetri, 'Moerheim' nálar bláhvítt-hrímaðar, líka að vetri, 'Glauca Globosa' dvergvaxið með útbreiddu vaxtarlagi að 1,5 m hátt með bláhvítu barri og 'Viridis' með dökkgrænu barri (= 1,7). Stuttur reynslutími - ýmist á reitasvæði eða nýútplöntuð. Picea pungens 'Thomsen's' þéttvaxið og stórt tré með hvítsilfurlitt barr (ÓN). Eflaust hafa fleiri yrki verið reynd hérlendis og líklega með nokkuð misjöfnum árangri.