Greinar fremur stuttar, uppstæðar og með framstæða enda. Ungar greinar ljósbrúnar með þétt kirtilhár. Brum kúlulaga til ydd-egglaga, dökk brún, kvoðulaus. Grunnbrumhlífar langsýllaga. Barrnálar þétt saman, 8-18 mm langar með kjöl beggja vegna, snubbóttar með litla odda, að neðan með 2 breiðar, hvítar loftaugarendur hvor með 5-6 loftaugaröðum, glansandi grænar ofan, án loftaugaraða. Könglar egglaga-aflangir 3 til 6 sm langir, um það bil 1 sm breiðir í fyrstu, fjólublá-purpuralitir, síðar gljáandi kanelbrúnir, oft margir þegar á ungum plöntum. Köngulhreistur með 2 mm breiðan, rauðan reglulega tenntan jaðar, mjög hvelfd. Fræ svartbrún, 2,5-3 mm löng, vængur 8 mm langur.