Hávaxið tré,verður allt að 35 m í heimkynnum sínum, minnir á rauðgreni(P. abies) í vextinum en greinar eru ögn slútandi. Ungar greinar grennri, gulgrænar, aðeins lítið eitt gljáandi, með þétt dúnhár. Purpuragrár börkur, greinar láréttar eða aðeins niðursveigðar, smágreinar að mestu hangandi.
Lýsing
Nálanabbar lítt útstæðir. Brum keilulaga, dálítið kvoðug, neðri brumhlífar nokkuð oddhvassar og styttri. Barrnálar stuttar, 10-18 mm langar, daufgrænar, aðlægari ofan á greinunum og vita þar fram á við. Að neðan eru nálarnar með skiptingu og að hluta standa þær fram á við. á hvorri hlið þeirra með 2-3 daufar loftaugaraðir. Könglar sívalir-egglaga, 6-8 sm langir, ungir könglar purpuralitir. Köngulhreistur breið-bogadregin ofan, heilrend eða dálítið framjöðruð.
Uppruni
NA Evrópa til Síberíu og Kamtschatka, Mandsjúríu og Japan.
Harka
1
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir, sem stakstætt tré.
Reynsla
Ein planta er til í Lystigarðinum sem sáð var til 1980. Þrífst vel, en hefur orðið fyrir áföllum, þ.e. brotnað í tvígang.
Yrki og undirteg.
v. altaica (Tapl.) KoehneReynsla: Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004. Þrífst vel, kelur ekkert.