Picea mariana

Ættkvísl
Picea
Nafn
mariana
Íslenskt nafn
Svartgreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. nigra Ait., P. brevifolia Peck
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
5-13 m
Vaxtarlag
Tré, 6-20 m hátt í heimkynnum sínum, stöku sinnum allt að 30 m hátt. Króna mjó-keilulaga, oft óregluleg. Árssprotar rauðbrúnir, kirtilhærðir með rauðleitum hárum.
Lýsing
Börkur rauðbrúnn, hreistrugur. Greinar grannar, oft slútandi, ungar greinar rauðbrúnar með þétt kirtilhár. Brum gild, u.þ.b. 5 mm löng, ydd eða snubbótt, ljósrauð, kvoðulaus, neðstu brumhlífar sýllaga, brumoddar framstæðir. Barrnálar mjög þéttstæðar, 7-12(-18) mm langar, daufgrænar til blágrænar, stinnar og stífar, ferhyrndar, beinar eða dálítið bognar. Nálarnar ilma ef þær eru núnar! Þær skiptast ekki neðan til á greinunum, eru að ofan með 1-2 loftaugaraðir hvoru megin og að neðan með 3-4, hvítleitar. Nálanabbar flatir, ekki úttútnaðir. Könglar egg- til snældulaga (gulrótarlaga), rauðbrúnir svo lengi sem þeir eru lokaðir, seinna grábrúnir, 2-3 sm langir, allt að 1,5 sm breiðir, hanga mörg ár á trénu. Köngulhreistur stinn, trékennd, kringlótt ofan, jaðar fíntenntur. Hreisturblöðkur miklu styttri. Fræ súkkulaðibrún, vængur 10 mm langur.
Uppruni
N N Ameríka.
Harka
2
Heimildir
1,7,9
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar í þokuúðun, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð tré, ef til vill í skógrækt, í raðir, í limgerði.
Reynsla
Tré sem keypt var 1985 er til í Lystigarðinum. Þrífst vel.Harðgert, afar nægjusamt, hægvaxta, skýla ungplöntum. Fyrst gróðursett 1952 á Hallormstað. Mjög fallegt eintak er til í Lystigarðinum (sbr. mynd) í J2 (tréð kom frá Vöglum 1985 - G01), hefur ekkert kalið. Nær um 250 ára aldri.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun í USA sem vert væri að prófa hérlendis. Til dæmis 'Aurea' nálar með gullnu ívafi. 'Beissneri', smávaxin hægvaxta, að 5 m. 'Beissneri Compacta' að 2 m. 'Doumettii' smávaxin eða aðeins að 6m. 'Pendula', 'Nana', 'Fastigiata' og fleiri (= 1, z2).
Útbreiðsla
Harðgert og fremur fallegt sem ungt tré, en gömul eru ekki eins mikið til prýði. Gerir litlar kröfur og myndar oft stóra skóga, þrífst líka í svölu votlendi.